Segir Rússa nýta sér skort á loftvörnum

Selenskí fyrr í mánuðinum.
Selenskí fyrr í mánuðinum. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa nýta sér vandræði Úkraínu þegar kemur að loftvörnum með því að efna til „grimmilegra” árása á bæi og borgir í víglínunni.

„Rússneskir hryðjuverkamenn notfæra sér þá staðreynd að Úkraínu skortir enn nægilegar loftvarnir og getuna til að eyðileggja eldflaugakerfi nákvæmlega þar sem þau eru staðsett – skammt frá landamærum okkar,” sagði Selenskí í tilkynningu á samfélagsmiðli.

Særð manneskja á sjúkrabörum eftir flugskeytaárás Rússa á Karkív í …
Særð manneskja á sjúkrabörum eftir flugskeytaárás Rússa á Karkív í morgun. AFP

Að minnsta kosti fimm fórust í árásum Rússa á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í morgun.

Viðbragðsaðilar að störfum eftir eldflaugaárás Rússa á Karkív í morgun.
Viðbragðsaðilar að störfum eftir eldflaugaárás Rússa á Karkív í morgun. AFP

Rússar segjast hafa náð á sitt vald þorpinu Andriivka í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Þar hafa hersveitir Úkraínu verið í vanda staddar vegna skorts á hermönnum og skotvopnum.

Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði fyrr í mánuðinum.
Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði fyrr í mánuðinum. AFP/Genya Savilov
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert