Skotárás í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan í Kaupmannahöfn er með mikið viðbúnað á Nørrebro í Kaupmannahöfn þar sem skotárás átti sér stað. 

Lögreglan í Kaupmannahöfn greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að tveir menn hafi orðið fyrir skotárás en gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Skotárásin átti sér stað á svæðinu í kringum Bispeengbuen og Lundtoftegade. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert