Þrír handteknir í tengslum við skotárás

Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír hafa verið handteknir eftir skotárás í Kaupmannahöfn í dag. Frá þessu greinir lögreglan í Kaupmannahöfn á samfélagsmiðlinum X.

Í dag greindi mbl.is frá því að lögreglan væri með mikinn viðbúnað vegna skotárásar á Nør­re­bro í Kaup­manna­höfn. Tveir urðu fyrir skotárásinni lögreglan í Kaupmannahöfn sagði að líðan þeirra væri stabíl og þeir væru ekki í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert