Ítalskur flugmaður smánaði Ísrael

Ítalskur flugmaður flugfélagsins Alitalia fær aldrei að fljúga aftur til Ísraels eftir að hann bauð flugfarþega velkomna til Palestínu er hann lenti í Tel Aviv í Ísrael í gær. Ísraelskir farþegar um borð urðu bálreiðir og móðgaðir er þeir heyrðu orð flugmannsins.

Forsvarsmenn Alitalia segja að þetta hafi verið persónuleg yfirlýsing flugmannsins og lýsi ekki viðhorfi flugfélagsins til deildu Ísraels og Palestínumanna. Flugmanninum verður meinað að fljúga til Ísraels í framtíðinni og hefur flugfélagið beðist afsökunar á þessari óvæntu uppákomu flugmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert