Gífurlegir kuldar í Kanada og norðausturhluta Bandaríkjanna

Á þessari mynd, sem tekin var í gær, fimmtudag, sést …
Á þessari mynd, sem tekin var í gær, fimmtudag, sést Central Park þakinn snjó og hitastigið -9°C . AP

Mikið vetrarríki herjar á austurhluta Kanada og norðausturríki Bandaríkjanna nú um stundir. Sterkir norðanvindar bera með sér kaldan loftmassa alla leið frá heimskautasvæðunum í norðanverðu Kanada. New York, New Jersey, Maine and Connecticuteðurstofur hafa sent út viðvörun til íbúa New York, New Jersey, Maine og Connecticut vegna gífurlegra kulda. Í borginni Quebec í Kanada fór frostið niður í sögulegt hámark, 51°C, þegar vindkæling hafði verið bætt við en vindhraðinn var um 17 m/s. Í Montreal, sem liggur við St. Lawrence-flóa, var frostið fjörutíu gráður og í Ottawa enn meira eða fjörutíu og fimm gráður.

Bíleigendur eiga í mesta basli með ökutæki sín, sem vilja trauðla fara í gang vegna hinna gífurlegu kulda. Þá berast fréttir af því að skíðasvæði séu fámenn þrátt fyrir nægan snjó. Orkufyrirtæki fara fram á við neytendur að þeir dragi úr orkunotkun með því að lækka á rafmagnsofnum og sleppi því að nota rafmagnstæki eins og uppþvottavélar á mestu álagstímum.

Í fyrrnefndum ríkjum Bandaríkjanna hefur hitastigið verið rokkandi á milli frostmarks og tíu stiga frosts síðustu viku. Í New York er jafnfallinn tíu sentímetra snjór, glampandi sólskin og heiðskír himinn, sem gerir að verkum að frostið fer allt niður í 28-31 gráðu á Celsius. Veðurstofur hafa varað fólk við að vera mikið lengur úti undir beru lofti en hálftíma í senn vegna hættu á kali.

Spá veðurfræðinga fyrir daginn í dag gerir ráð fyrir 15-17 gráðu frosti, norðvestan 9-11 m/s., en við þær aðstæður jafngildi frostið 28-31 gráðu.

Í Boston var tuttugu gráðu frost í gær, fimmtudag, og enn hærra í fjalllendinu í kring. Ekki er gert ráð fyrir að dragi úr vetrarríkinu þar næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert