Jarðbundin hugleiðsla hins helga manns

Aðeins höfuð Tapawsiary Bapu stendur upp úr sverðinum.
Aðeins höfuð Tapawsiary Bapu stendur upp úr sverðinum. AP

Fylgismenn Tapawsiary Bapu, sem er helgur maður í augum hindúa í Indlandi, færa honum blómafórnir þar sem hann liggur grafinn upp í háls í jörðu í Pathapur, sem er 40 kílómetra norður af borginni Ahmadabad í dag. Bapu, sem er 37 ára að aldri, gróf sig í jörðu en þannig á sig kominn hyggst hann stunda hugleiðslu í 10 daga. Það ætlunarverk er nú rúmlega hálfnað því hin jarðbundna hugleiðsla hófst á laugardaginn var og lýkur því á mánudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert