Forsætisráðherra Íraks gaf heimild fyrir loftárás

Iyad Allawi, forsætisráðherra, gaf bandaríska herliðinu í Írak heimild til að gera loftárás á hús í borginni Falluja í nótt þar sem talið var að uppreisnarmenn hefðust við. Talsmaður forsætisráðherrans staðfesti þetta í dag. Ellefu manns létu lífið í árásinni.

Talsmaðurinn sagðist ekki vita hvort árásin hefði beinst gegn félögum í hryðjuverkasamtökum Abu Mussab al-Zargawis, sem tengjast al-Qaeda. Hins vegar hefði árásin beinst að hryðjuverkamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert