Yfirmaður taílensku veðurstofunnar rekinn

Yfirmaður Taílensku veðurstofunnar hefur verið leystur frá störfum fyrir að hafa ekki gefið út viðvörun áður en flóðbylgjurnar skullu á ströndum landsins á annan í jólum. Þetta tilkynnti forsætisráðherra landsins í dag.

Starfsmenn veðurstofunnar segjast hafa vitað um jarðskjálftann sem varð á Indlandshafi og að hætta væri á flóðbyljgum um það bil klukkustundu áður en þær skullu á ströndinni. Þeir segjast hins vegar ekki hafa getað ákvarðað hversu stórar þær yrðu hvort af þeim stafaði mikil ógn, og að þeir hafi verið hikandi við að gefa út viðvörun án þessara upplýsinga vegna þess að hún gæti skaðað ferðamannaiðnaðinn í landinu og reitt stjórnvöld til reiði.

Thaksin Shinawatra forsætisráðherra sagði að Suparerk Thantiratanawong yfirmaður veðurstofunnar hefði verið sagt upp störfum vegna þessara mistaka. „Ef hann hefði gefið út viðvörun, hefðu örugglega færri látið lífið,“ sagði Thaksin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert