Varar við „pólitísku hruni“ ESB ef Frakkar segja „nei“

Michel Barnier.
Michel Barnier. AP

Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakklands, vararði við því að ef Frakkar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi, þýði það „pólitískt hrun“ sambandsins.

„Ef við fáum ekki þessa stjórnarskrá af því að einhver þjóð samþykkir hana ekki, verður það alvarlegt pólitískt hrun fyrir Evrópusambandið,“ sagði hann á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Samkvæmt skoðanakönnunum í Frakklandi eru alltaf dálítið fleiri sem segjast ætla að segja „nei“ við stjórnarskránni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert