Sin kardínáli á Filippseyjum látinn

Sin kardínáli árið 2003.
Sin kardínáli árið 2003. AP

Jaime Sin, kardínáli á Filippseyjum, fyrrum leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar á eyjunum, er látinn 76 ára að aldri. Sin átti stóran þátt í að lýðræði var tekið upp á Filippseyjum eftir að Ferdinand Marcus, einræðisherra, var steypt af stóli.

Sin lét af embætti sem erkibiskup í Manila árið 2003 eftir að hafa stýrt biskupsdæminu í þrjá áratugi. Á því tímabili átti hann mikinn þátt í að Marcus var steypt af stóli árið 1986 og einnig að Joseph Estrada var hrakinn úr embætti forseta árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert