Einn særður við lestarstöð við Warren Street

Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum.
Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum. AP

Einn er talinn hafa særst í lestarstöð við Warren Street en það kom fram á Sky-fréttastöðinni og er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Haft var eftir fólki, að það hafi verið látið yfirgefa neðanjarðarlestir og reykur hafi sést liðast út úr lest. Sjúkrabílar hafa verið sendir til stöðvanna. Einnig hafa borist fréttir af einhvers konar sprengingu í strætisvagni í austurhluta borgarinnar. Lögregla segir að ekki sé litið á þetta sem meiriháttar „atburði“ en tvær vikur eru í dag frá því gerðar voru hryðjuverkaárásir í London þar sem 56 létu lífið og 700 særðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert