Gruna norsk olíufélög um samráð

Norska neytendaráðið grunar að olíufélögin eigi með sér samvinnu til að halda uppi verði á eldsneyti. Hefur ráðið óskað eftir því að samkeppniseftirlitið í Noregi rannsaki málið.

Terje Kili, einn af forsvarsmönnum neytendaráðsins segir við norska fjölmiðla að svonefnd listaverð, sem gefin eru út, leiði til þess að halda uppi háu eldsneytisverði, einkum á svæðum þar sem fáar bensínstöðvar eru og lítil samkeppni.

Þótt Noregur sé ein helsta olíuframleiðsluþjóð heims er eldsneyti ekki ódýrt þar. Bensínlítrinn kostar um 121 íslenska krónu og dísilolía um 100 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert