Kona greinist með fuglaflensu í Kína; tilfellin í landinu orðin a.m.k. 11

Að minnsta kosti 11manns hafa greinst með fuglaflensu í Kína. …
Að minnsta kosti 11manns hafa greinst með fuglaflensu í Kína. Af þeim hafa sjö látist. Reuters

Tuttugu og sex ára gömul kínversk kona hefur greinst smituð af fuglaflensu, en frá þessu greindu kínversk yfirvöld. Þetta a.m.k. 11. manneskjan í Kína sem hefur smitast af fuglaflensu í Kína.

Fyrir þetta höfðu 10 manns smitast af fuglaflensu en einungis þrír þeirra hafa lifað af. Nýjasta tilfellið er það fyrsta sem greinist í strandhéruðum landsins, eða í Fujian héraðinu, en hin tilfellin hafa komið upp á meginlandinu.

Að sögn kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua hefur kínverska heilbrigðismálaráðuneytið staðfest nýjasta tilfellið en það hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið.

Heilsuverndarmiðstöðin í Hong Kong sagði svo sérstaklega frá því að kínversk yfirvöld hafi greint frá því að 26 ára gömul kona frá Fujian hafi fengið mikinn hita og lungnabólgu 10. janúar og að staðfest hefði verið greind með fuglaflensu. Konunni er sinnt á sjúkrahúsi í Fujian og er ástand hennar stöðugt.

Fyrr í dag greindu kínversk yfirvöld frá að 29. tilfelli fuglaflensu hafi fundist í fuglum frá 19. október sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert