Fréttamiðlar fleiri en sama tuggan endurtekin alls staðar: Meira val, minna efni

New York. AFP. | Meira val en minni upplýsingar. Það er hin "nýja mótsögn innan blaðamennskunnar". Kemur þetta fram í skýrslu um árlega könnun á stöðu bandarískrar fjölmiðlunar.

Í skýrslunni segir, að hrakspár um dauða blaðamennskunnar hafi verið orðum auknar en á hinn bóginn hafi fréttaöflun og fréttamiðlun breyst mikið, ekki síst vegna tilkomu netsins. Fréttalindirnar séu miklu fleiri en áður en þeir að sama skapi færri, sem ausi af hverri og einni. Þá séu fáir blaðamenn á hverri fréttamiðstöð til að tryggja, að starfsemin skili hagnaði.

"Útkoman er sú, að alla daga er alls staðar verið að segja sömu fréttirnar," segir í skýrslunni og bent er á, að almennum blaðamönnum sé falið að gera stóru fréttunum skil þótt þeir hafi hvorki aðstæður né tíma til að vinna þær svo vel sé. Þá séu heimildirnar oft "furðulega fáar", oft aðeins ein og stundum sú sama alls staðar.

"Eitt það athyglisverðasta við fréttaflutninginn nú er það, að hann er næstum því stanslaus. Það er þó ekki sífellt verið að flytja nýjar fréttir, nei, aldeilis ekki. Það er verið að endurtaka sömu tugguna allan sólarhringinn."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert