Eþíópískir hermenn stefna til Baidoa í Sómalíu

Eþíópískir hermenn nálgast nú sómalska bæinn Baidoa þar sem bráðabirgðastjórn Sómalíu situr. Eþíópía er helsti bandamaður Sómalíu í baráttunni gegn íslömskum uppreisnarmönnum sem stjórna Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.

Ríkisstjórn Sómalíu hefur á sama tíma lýst yfir stuðningi við uppreisnarhóp í Erítreu og saka ríkisstjórn Erítreu um að styðja við bakið á íslamistum í Sómalíu.

Eþíópía og Erítrea hafa bæði vísað því á bug að þau heygi baráttu sína í gegnum Sómalíu.

Eþíópía hefur hinsvegar lýst því yfir að verði ráðist á Baidoa þá muni þeir svara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert