Kartöfluflöguát breskra barna líkt og að drekka 5 lítra af matarolíu á ári

Kartöflur einar og sér eru heilsufæða en ekki kartöfluflögur.
Kartöflur einar og sér eru heilsufæða en ekki kartöfluflögur. mbl.is

Fitumagn í einum poka af kartöfluflögum er slíkt að ef maður borðar einn poka á dag jafnast það á við að drekka fimm lítra af matarolíu á ári, um 14 ml á dag. Um helmingur allra barna í Bretlandi borðar í það minnsta einn poka af væntanlega átt við poka minni gerðar eins og seldir eru í sjoppum og sjálfsölum víða á Bretlandi. Hjartavernd Bretlands (BHF) hefur bent á þessa neyslu í tengslum við herferðina Food4Thought, þar sem hvatt er til heilbrigðra matarvenja.

Í herferðinni er spjótum beint að skyndibitafæði, tilbúnum mat og sjoppufæði. Sjónvarpsauglýsing er nú sýnd í bresku sjónvarpi þar sem ung stúlka sést drekka úr stórri matarolíuflösku og skilaboðin ,,Það sem fer í kartöfluflögur endar inni í þér". Peter Weissberg, forstöðumaður BHF, segir það áhyggjuefni að börn borði daglega svo óhollt snarl. Offita fari vaxandi meðal barna og sykursýki 2.

Food4Thought herferðin hefur notið stuðnings þekktra einstaklinga á borð við stúlknanna í hljómsveitinni Sugababes, leikkonunnar Fay Ripley og knattspyrnumannanna Anton Ferdinand og Theo Walcott. Sky fréttavefurinn segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert