Tímasetning dauðadóms yfir Saddam Hussein sögð grunsamleg

Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti, var dæmdur ti dauða sl. sunnudag
Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti, var dæmdur ti dauða sl. sunnudag AP

Malcolm Rifkind, breskur þingmaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að tímasetning dauðadómsins yfir Saddam Hussein hljóti að teljast grunsamleg. Segist hann telja að Bandaríkjamenn hafi beytt áhrifum sínum til að sjá til þess að úrskurðurinn yrði kveðinn upp á sama tíma og þingkosningarnar í Bandaríkjunum í þessari viku.

Dómur var kveðinn upp yfir einræðisherranum fyrrverandi sl. sunnudag og sagði Bush Bandaríkjaforseti dóminn mikilvægan áfanga í þá átt að skipta út harðstjórn fyrir lög og reglur.

Dauðadómurinn hefur víða vakið reiði og hörð viðbrögð og hefur Evrópusambandið hvatt til þess að honum verði ekki framfylgt. Demókratar unnu stórsigur í þingkosningunum í fyrradag og náðu meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert