Abbas segir öryggissveitir Hamas vera ólöglegar

Einn öryggissveitarmanna Hamas-samtakanna sést hér mundu árásarriffilinn þegar til skotbardaga …
Einn öryggissveitarmanna Hamas-samtakanna sést hér mundu árásarriffilinn þegar til skotbardaga kom á milli stuðningasmanna Fatah og Hamas á síðasta ári. AP

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, lýsti því yfir í dag að öryggissveitir Hamas á Gaza væru ólöglegar að sögn talsmanns Abbas. Hann lætur þessi orð falla eftir að innbyrðisátök í Palestínu hafa aukist mjög.

Hamas-samtökin, sem halda utan um stjórnartaumana í Palestínu, settu á fót sérstaka öryggissveit á Gaza skömmu eftir að þeir komust til valda snemma árs í fyrra.

Líklegt þykir að ákvörðun Abbas muni verða þess valdandi að deilur milli Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, sem styður við bakið á Abbas, fari harðnandi. Innbyrðisátök hafa aukist mjög eftir að Abbas kallaði eftir því að kosningum yrði flýtt svo leysa mætti þá pólitísku pattstöðu sem hefur myndast í samskiptum Hamas og Fatah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert