Fjórir handteknir í tengslum við sprengjuárásirnar í London 2005

Breska lögreglan handtók í dag fjóra einstaklinga í tengslum við sjálfvígssprengjuárásirnar sem voru gerðar í London í júlí 2005 með þeim afleiðingum að 52 létust.

Tveir karlar og ein kona voru handtekin í Vestur-Jórvíkurskíri og 23ja ára gamall karlmaður var handtekin skammt frá Birmingham að sögn lögreglu.

Fólkið er grunað um að tengjast árásunum á einn eða annan hátt, t.d. með því að hafa átt þátt í skipulagningu þeirra, og varðar þetta brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni í Bretlandi.

Að sögn lögreglu var fólkið flutt til London þar sem það verður yfirheyrt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert