Harður eftirskjálfti í Chile

Harður eftirskjálfti reið yfir norðurhluta Chila í dag. Mældist skjálftinn 6,8 stig á Richter en jarðskjálftinn í gær mældist 7,7 stig á Richter. Tvær konur létust í jarðskjálftanum í gær og þúsundir misstu heimili sín. Ekki er vitað um tjón af völdum skjálftans í dag.

Fjöldi húsa eyðilagðist í bænum Tocopilla í skjálftanum í gær
Fjöldi húsa eyðilagðist í bænum Tocopilla í skjálftanum í gær Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert