Farþegaskip að sökkva við strönd Argentínu

M/S Explorer hallast um 25 gráður en er ekki sokkið …
M/S Explorer hallast um 25 gráður en er ekki sokkið enn. Reuters

Verið er að bjarga áhöfn og farþegum á farþegaskipinu Explorer við strendur Argentínu en talið er að skipið hafi rekist á eitthvað,væntanlega ís, í Suðuríshafinu. Samkvæmt upplýsingum frá strandgæslu voru um 100 farþegar og 54 í áhöfn skipsins. Þeim hefur öllum verið bjargað frá borði og eru komnir um borð annað farþegaskip.

Bæði skipin eru á vegum norsku útgerðarinnar Hurtigruten.

Fremur gott veður er á þessum slóðum en mjög kalt líkt og eðlilegt er á þessum stað.

Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Morgunblaðsins á Húsavík hefur Explorer oft haft viðkomu á Íslandi, þar á meðal á Húsavík líkt og sést á myndinni.

Explorer við Húsavík
Explorer við Húsavík mbl.is/Hafþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert