Öflugur jarðskjálfti í Karíbahafi

Mjög öflugur jarðskjálfti mældist nærri ströndum Martinique í Karíbahafinu, en skjálftinn mældist 7,3 á Richter. Að sögn lögreglu hrundi bygging til jarðar í skjálftanum.

Skjálftamiðjan var um 41 km norðvestur af höfuðborginni Fort-de-France, en skjálftinn mældist á um 145 km dýpi.

Vegna dýptarinnar er talin engin hætta á að flóðbylgja muni fylgja í kjölfarið að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert