Obama kynnir nýja forystusveit í loftslagsmálum

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, kynnti val sitt á helstu embættismönnum í orku- og umhverfismálum á fréttamannafundi í kvöld. Hann hét því að Bandaríkin myndu gegna forystuhlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eftir að hafa dregið lappirnar í átta ára valdatíð George W. Bush.

Nóbelsverðlaunahafinn og eðlisfræðingurinn Steven Chu verður orkumálaráðherra. Obama hefur því valið sérfræðing í endurnýjanlegum orkugjöfum til forystu í loftslagsmálum og í þeirri viðleitni að gera Bandaríkin óháð olíuinnflutningi.

Lisa Jackson, skrifstofustjóri ríkisstjóra New Jersey, verður yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, EPA.

Carol Browner, sem var háttsettur embættismaður í EPA í forsetatíð Bills Clintons, fær það hlutverk að hafa yfirumsjón með baráttunni gegn loftslagsbreytingum í heiminum.

Nancy Sutley, sem hefur verið á meðal helstu ráðgjafa Obama, verður formaður umhverfisverndarráðs Hvíta hússins.

Barack Obama ásamt Steven Chu (2. t.v.) og Nancy Sutley …
Barack Obama ásamt Steven Chu (2. t.v.) og Nancy Sutley (t.v.). Með þeim er Joe Biden, verðandi varaforseti (2. t.h.). Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 11. júní

Mánudaginn 10. júní