Þrjú sveitarfélög berjast um byggingu nýs fangelsis

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Brynjar Gauti

Útboð um byggingu nýs gæsluvarðhalds- og skammtímavistunarfangelsis verður auglýst áður en langt um líður. Þrjú sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í útboðinu.

Á nýlegum fundi bæjarráðs Sandgerðis var samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að þátttöku í útboðinu, í samráði og samstarfi við fleiri aðila.

Auk Sandgerðis hefur Hólmsheiði í Reykjavík verið nefnd sem staðsetning fyrir nýtt fangelsi, meðal annars af dómsmálaráðherra. En samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur sveitarfélagið Árborg einnig lýst yfir áhuga sínum, og hafa fundir verið haldnir með fulltrúum þess í dómsmálaráðuneytinu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær