Nýi varaforsetinn lykilmaður CIA

Omar Suleiman
Omar Suleiman Reuters

Maðurinn sem Hosni Múbarak forseti Egyptalands skipaði fyrir helgi sem varaforseta, þann fyrsta í stjórnartíð sinni, er sagður hafa verið lykilmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og skipulagt hinar harkalegu yfirheyrslumeðferðir sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir í leynilegri áætlun Bandaríkjamanna sem fordæmd var harðlega af mannréttindasamtökum.

Varaforsetinn nýskipaði, Omar Suleiman, var áður yfirmaður egypsku leyniþjónustunnar og hlutverk hans í „stríðinu gegn hryðjuverkum" sýnir hve sterk bönd eru milli Bandaríkjanna og stjórnvalda í Egyptalandi að sögn AFP. Bandaríska ríkisstjórnin er sögð í afar erfiðri stöðu vegna mótmælanna sem fara vaxandi þrátt fyrir að Múbarak hafi stokkað upp í stjórn sinni í tilraun til að lægja öldurnar. 

Suleiman annaðist á sínum tíma viðkvæmar vopnahlésviðræður milli Ísraels og Palestínumanna og uppskar fyrir vikið mikið lof bandarískra diplómata. Hann hefur notið trausta bandarísku leyniþjónustunnar og verið viljugur til að elta uppi íslamska skæruliða án nokkurs hiks að sögn AFP, og m.a. upprætt  egypsk öfgasamtök eins og Gamaa Islamiya og Jihad eftir að þau stóðu fyrir röð árása á útlendinga í landinu.

Suleiman hlaut á 9. áratugnum herþjálfun í „John F. Kennedy Special Warfare School and Center" í Fort Bragg herstöðinni í Norður-Karólínu. Hann er sagður hafa stutt heilshugar tillögur CIA um að grunaðir hryðjuverkamenn sem Bandaríkjamenn tækju höndum yrðu fluttir til Egyptalands og annarra land án lagalegrar meðferðar og þar látnir gangast undir harkalegar yfirheyrslumeðferðir sem margir vilja flokka sem pyntingar.

mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 25. maí

Föstudaginn 24. maí

Fimmtudaginn 23. maí