Háskastraujunarferð í Þjófaskörð

Tveir af nemendum MÍ strauja í Þjófaskörðum.
Tveir af nemendum MÍ strauja í Þjófaskörðum.

Fimm knáir en jafnframt húslegir piltar í Menntaskólanum á Ísafirði, þeir Gylfi Ólafsson, Ingvar Alfreðsson, Karl Einarsson, Birgir Þór Halldórsson og Helgi Þór Arason, skráðu nöfn sín í sögubækur með því að fara í fyrstu háskastraujunarferðina á Íslandi, að því best er vitað. Haldið var upp í Þjófaskörð milli Seljalandsdals og Hnífsdals þar sem öll tiltæk fataplögg voru straujuð af samviskusemi og kappi í senn. Hefur þetta framtak þeirra vakið nokkra athygli og m.a. verið fjallað um það á alþjóðlegri heimasíðu háskastraujara og á heimasíðu Íslenska alpaklúbbsins. Háskastraujunarferð þeirra félaga var liður í Sólrisuhátíð Menntaskólans.

Á heimasíðu Íslenska alpaklúbbsins kemur fram að háskastraujun eigi uppruna sinn í Leicester á Englandi 1997. Eftir langan vinnudag í prjónavöruverksmiðju hafði maður nokkur lítinn áhuga á að strauja fatahauginn sem beið eftir honum heima. Sól skein í heiði og hann langaði miklu frekar að enda daginn með að skella sér í klettaklifur. Þá datt honum í hug að sameina þetta tvennt. Þessi íþrótt hafi síðan breiðst hratt út, stofnuð hafa verið samtök iðkenda háskastraujunar og fyrsta heimsmeistaramótið hafi verið haldið árið 2002 í Þýskalandi.

„Ljóst er að í háskastraujun hefur tekist vel að blanda spennu og áhættu saman við þá lítt spennandi iðju sem felst í því að strauja þvottinn sinn. Fyrir þá sem langar að prófa íþróttina er vert að vita, að Rowenta-straujárnin þykja henta best“, segir á heimasíðu Ísalp.

Heimasíða Nemendafélags MÍ

Heimasíða Ísalp

Heimasíða Extreme Ironing

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes