Fór vopnaður hnífi inn í bankann

Allir bílar sem koma frá Grindavík eru stöðvaðir.
Allir bílar sem koma frá Grindavík eru stöðvaðir. mbl.is/Júlíus

Karlmaður, um það bil 170 sentimetrar á hæð, í bláum samfestingi og með græna lambhúshettu réðist inn í Landsbankann í Grindavík vopnaður hnífi og mun hafa haft einhverja fjármuni með sér út. Tvær stúlkur voru að vinna í bankanum en þær sakaði ekki. Aðrir starfsmenn voru í mat. Þá var einn viðskiptavinur inni í bankanum þegar þetta gerðist. Svo virðist sem ræninginn hafi hlaupið frá bankanum eftir ránið.

Á fréttavef Víkurfrétta segir að lögreglan í Keflavík hafi einn mann í haldi en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þetta. Lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra stöðva allar bifreiðar sem fara út úr bænum og einnig hefur svæðið í kringum bankann verið girt af.

Lögreglan utan við Landsbankan í Grindavík í dag.
Lögreglan utan við Landsbankan í Grindavík í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert