Írafár tekur upp plötu í Bandaríkjunum

Írafár og fulltrúar Icelandair undirrita samninginn í dag.
Írafár og fulltrúar Icelandair undirrita samninginn í dag.

Hljómsveitin Írafár og Icelandair, dótturfélag Flugleiða, undirrituðu í dag samstarfssamning þess efnis að Icelandair aðstoði sveitina í undirbúningi og upptökum á næstu plötu sveitarinnar. Ætlunin er að taka hana upp í Orlando núna í ágúst og mun sveitin halda til Orlando strax að lokinni verslunarmannahelgi.

Haft er eftir Birgittu Haukdal söngkonu Írafárs að hljómsveitin sé ekki að fara út í heim til að reyna að „meika það." „Þetta er íslensk plata á íslensku fyrir Íslendinga. Eina ástæðan fyrir því að við viljum gera þetta í útlöndum er að fá ró og næði til að geta einbeitt okkur að verkefninu," segir hún.

Fyrsta plata Írafárs var lang söluhæsta plata landsins á síðasta ári. Vignir Snær Vigfússon gítarleikari og lagahöfundur Írafárs var var búinn að semja öll lögin á plötuna í byrjun árs 2003 og voru 12 lög af 30 valin snemma í mars.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar upptökum á nýju plötunni og verður hann með í för til Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes