Fólki ráðlagt að vera ekki utandyra að óþörfu á morgun vegna storm

Veðurstofan ráðleggur fólki að vera ekki að óþörfu á ferli utandyra á morgun og festa kyrfilega lausa muni sem gætu fokið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp lægð sé yfir Grænlandssundi, 984 mb, sem þokist austur og dýpki. Líklegt er að lægðin verði komin austur fyrir land í hádeginu á morgun.

„Gengur í norðan og norðvestan storm, þ.e. vindhraði yfir 20 metra á sekúndu, á öllu landinu á morgun og kólnar í veðri. Búast má við snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls og á Austfjörðum. Útlit fyrir talsverða snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert