Stakkst niður í flugbrautina í yfirflugi

„Þetta var smáhögg en ekkert alvarlegra en það,“ sagði flugmaður tveggja sæta Cessnu-flugvélar sem stakkst niður í flugbrautina á Raufarhöfn í gærdag þegar hann flaug yfir flugvöllinn. Hvorki hann né farþegi meiddust við óhappið. Voru þeir í góðu yfirlæti á Hótel Norðurljósum í gærkvöldi að jafna sig eftir óhappið og biðu eftir fulltrúum frá Rannsóknarnefnd flugslysa. „Við erum við hestaheilsu á Raufarhöfn,“ sagði hann og óskaði nafnleyndar.

Flugvélin er frá Flugskóla Íslands. Flugmennirnir höfðu áður haft samband við flugvallarstjóra á Raufarhöfn og spurt hvort flugvöllurinn væri opinn. Vegna snjóa var þeim tjáð að hann væri lokaður fyrir allri umferð og ekki stæði til að ryðja brautina. Lentu þeir þá fyrr um daginn á Þórshöfn. Á leiðinni til baka ætluðu þeir að fljúga yfir flugvöllinn en misreiknuðu hæðina með þeim afleiðingum að flugvélin stakkst niður í snjóinn. Þegar hún stöðvaðist hafði nefhjólið brotnað og hreyfillinn eyðilagst. Aðspurður sagðist flugmaðurinn ekki hafa verið að reyna snertilendingu. Þeir hafi verið að fljúga yfir brautina þegar þetta gerðist eins og hvert annað slys.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert