Efasemdir um páfagauk Churchills

Sérfræðingar hafa hafnað fullyrðingum um 104 ára gamall orðljótur páfagaukur hafi eitt sinn verið í eigu Winstons Churchills, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.

Charlie, blár og gulur gaukur, ver nú elliárunum í Surrey og Peter Oram, eigandi hans, segir að fuglinn hafi búið hjá Churchill á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar.

Oram segir að Percy Dabner, tengdafaðir sinn, hafi selt Churchill páfagaukinn árið 1937 og síðan fengið gaukinn aftur eftir að að Churchill lést árið 1965. Fjölskylda forsætisráðherrans fyrrverandi hefur dregið þessar fullyrðingar í efa og segjast ekki vita til að Churchill hafi nokkru sinni átt páfagauk.

Charlie skemmtir gestum í Heathfield gróðrarstöðinni í Reigate með því að tvinna saman svívirðingum um nasista og Adolf Hitler sem Oram segir að fuglinn hafi lært af Churchill.

Starfsfólkið í Cartwell, fyrrverandi sveitasetri Churchills í Kent, sem nú er safn, segist hafa farið rækilega gegnum gögn og myndir en finni hvergi vísbendingar um að Churchill hafi nokkurn tímann átt páfagauk þótt vitað sé að hann hafi verið mikill dýravinur.

Starfsfólkið í gróðrarstöðinni segist standa með fuglinum og segist staðfesta sögu Orams. Fuglinn hafi verið sóttur á heimili Churchills og fluttur á þennan stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes