Segja stóran hluta tölvuleikja hvetja til ofbeldis gegn konum

Margir töluvleikir eru mjög ofbeldisfullir.
Margir töluvleikir eru mjög ofbeldisfullir.

Meirihluti tölvuleikja á Spáni hvetja til ofbeldis gegn konum og sýna konur á gamaldags hátt, segir í skýrslu Amnesty International á Spáni sem kom út í dag. „Í tölvuleikjunum eru konur sýndar í lítillækkandi og gamaldags hlutverkum eða þær eru ósýnilegar,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Sögðu samtökin konur vera í passívum hlutverkum og að þær væru oft þolendur ofbeldis.

Í einum mjög svo ofbeldisfullum glæpamannaleik væru konur í hlutverkum vændiskvenna og að í öðrum, sem hægt væri að hlaða niður af Netinu, væri sýnd kona sem væri kefluð og bundin og þeim spilaði væri boðið að misnota hana kynferðislega og pynta.

Skýrslan er byggð á athugun á 50 leikjum sem hægt er að kaupa í verslunum, spila í spilasölum eða hlaða niður af Netinu.

Nýlega spænska þingið einróma frumvarp ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að vinna gegn ofbeldi gegn konum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert