Drottningin mun ekki vera við brúðkaup Karls og Camillu

Elísabet II Englandsdrottning.
Elísabet II Englandsdrottning. AP

Elísabet önnur Englandsdrottning mun ekki verða við brúðkaup sonar síns Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles, að því er fram kemur í tilkynningu frá Buckingham höll. „Drottningin mun ekki verða við hina borgaralegu athöfn því hún veit að prinsinn og Parker Bowles vildu ekki gera mikið úr athöfninni,“ sagði í tilkynningunni.

Talskona drottningar lagði áherslu á að drottningin væri ekki að sýna brúðhjónunum neins konar lítilsvirðingu en hún sagðist nýlega styðja þá ákvörðun parsins að ganga í hjónaband. Sagði hún að drottningin myndi verða við athöfn eftir giftinguna þar sem bænastund og blessun færi fram í Windsor-kastala.

Búist hafði verið við því að drottningin yrði viðstödd brúðkaupið en talið er að synir Karls og Díönu prinsessu heitinnar, William og Harry, verði viðstaddir og einnig Tom og Laura, börn Camillu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav