Sinueldur á þremur stöðum í Breiðholtsbrekkunni

Eldar loguðu á þremur stöðum í Breiðholti í kvöld.
Eldar loguðu á þremur stöðum í Breiðholti í kvöld. mbl.is/Jón Magnús Eyþórsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í sinu á þremur stöðum við Fálkabakka í Breiðholti nú í kvöld. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins barst tilkynning um fyrsta eldinn klukkan 19:19 og tilkynningar um hina eldana bárust á meðan slökkvilið var á leið á staðinn.

Eldarnir loguðu allir í brekkunni á milli Efra og Neðra-Breiðholts þar sem mikið er af trjágróðri og mosa og segir slökkviliðsmaður, sem var á staðnum, að erfitt hafi verið að ráða niðurlögum eldsins þar sem erfitt hafi verið að komast að honum fyrir trjágróðri og vegna þess hve gróðurinn er þurr. Þá segir hann að töluvert af mosa hafi brunnið auk nokkurra trjáplantna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert