Fats Domino meðal þeirra þúsunda sem saknað er í New Orleans

Fats Domino.
Fats Domino. Reuters

Meðal þeirra þúsunda manna sem ekkert hefur spurst til í New Orleans í kjölfar fellibylsins Katrínar er hinn heimsfrægi tónlistarmaður Fats Domino. Umboðsmaður hans greindi frá þessu í dag. Sagðist hann ekki hafa náð sambandi við Domino síðan á sunnudagskvöldið, og þá hafi Domino, sem er 77 ára, sagst ætla að vera áfram á heimili sínu í borginni ásamt konu sinni og dóttur þeirra.

Heimili þeirra er í hverfi í borginni sem liggur lágt, og segir frænka hans, sem lýsti eftir fjölskyldunni á vefsíðu, að fjölskyldan hafi ekki komist út af annarri hæð hússins. Illmögulegt er að fá nokkrar upplýsingar um þá sem saknað er í borginni þar sem símalínur á spítala og lögreglustöðvar eru flestar rofnar.

Plötur Dominos hafa selst í yfir hundrað milljónum eintaka og eru þar e.t.v. frægust lögin Blueberry Hill og Aint that a shame.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert