Bílvelta við Hólmavík

Maður á áttræðisaldri slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum rétt sunnan við Hrófá skömmu fyrir klukkan hálf þrjú í dag. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að bíllinn snerist á veginum og fór eina veltu.

Lögreglan sagði manninn, sem var einn í bílnum, ekki hafa verið á meira en 50 kílómetra hraða en hann sé þekktur fyrir einkar gætilegt ökulag. Bíllinn er talinn ónýtur, að sögn lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert