King Kong gnæfir yfir aðrar kvikmyndir

Margir rifjuðu upp kynnin af King Kong vestanhafs um helgina.
Margir rifjuðu upp kynnin af King Kong vestanhafs um helgina.

Kvikmynd Peters Jacksons um risaapann King Kong gnæfði yfir aðrar kvikmyndir vestanhafs um helgina. Tekjur af sýningu myndarinnar námu rúmum 50 milljónum dala, sem þykir ágætis byrjun en er þó ekkert framúrskarandi á mælikvarða Hollywoodstórmynda.

Myndin The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe, sem var í fyrsta sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sætið nú. Í þriðja sæti fór myndin The Family Stone, gamanmynd með Sarah Jessica Parker, Diane Keaton, Luke Wilson og Claire Danes í helstu hlutverkum.

Myndin Brokeback Mountain, sem fjallar um ástarsamband tveggja kúreka, komst inn á listann yfir 10 best sóttu myndirnar. Kvikmyndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og fékk í síðustu viku 7 tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna.

Listinn yfir best sóttu myndirnar er eftirfarandi:

  1. King Kong
  2. The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe
  3. The Family Stone
  4. Harry Potter og eldbikarinn
  5. Syriana
  6. Walk the Line
  7. Yours, Mine & Ours
  8. Brokeback Mountain
  9. Just Friends
  10. Aeon Flux
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg