Silvía Nótt verður með í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Silvía Nótt.
Silvía Nótt. Þorkell Þorkelsson

Sylvía Nótt, réttu nafni Ágústa Eva Erlendsdóttir, fær að flytja lagið „Til hamingju Ísland“ í Söngvakeppni Sjónvarpsins þó svo laginu hafi verið dreift grófhljóðblönduðu á netinu.

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri: „Eitt þeirra laga sem valið hafði verið til keppni í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 fór í dreifingu á netinu. Aðstandendur lagsins harma þessi mistök og hafa beðist afsökunar á að þetta hafi gerst.

Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar þessa atviks vill Sjónvarpið taka fram að umrætt lag verður flutt í forkeppninni n.k. laugardagskvöld. Fimm lög munu komast áfram og sjötta lagið á möguleika á að verða uppbótarlag. Sjónvarpið vonar að þessi uppákoma varpi ekki skugga á keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg