Fjórtán ára piltur myrti bílstjóra skólabílsins

Sextán ára drengur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Tennessee í Bandaríkjunum fyrir að myrða bílstjóra skólabíls sem hann var farþegi í vegna þess að bílstjórinn sagði til laumureykinga hans í skólabílnum.

Jason Clinard var 14 ára þegar hann skaut hina 47 ára gömlu Joyce Gregory til bana skammt frá heimili sínu í mars 2005 en hann var sóttur til saka sem fullorðinn væri.

Clinard mun þurfa að sitja í 51 ár í fangelsi áður en hægt verður að taka náðun til greina. Hann mun hafa lýst því yfir að hann hataði Gregory og þegar hún opnaði dyrnar á skólabílnum fyrir hann þennan örlagaríka dag skaut hann hana sex sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert