Snoop Dogg óheimilt að fara til Bretlands

Snoop Dogg á Íslandi.
Snoop Dogg á Íslandi. vf.is/Atli Már

Rapparinn Snoop Dogg má ekki stíga fæti á breska grund það sem eftir er ævinnar eftir að hann og föruneyti hans létu ófriðlega á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í apríl sl. Lætin hófust þegar Snoop og félögum var neitað um að fá að sitja á fyrsta farrými í þotu British Airways flugfélagsins. Til áfloga kom milli fylgdarliðs rapparans og lögregluþjóna og meiddust sjö lögreglumenn. Þar af brákaðist einn á hendi og nokkrir hlutu skurði.

Snoop fékk viðvörun frá lögreglu fyrir vikið og má ekki koma aftur til Bretlands, þar sem hann hefur hlotið sektir í Bandaríkjunum fyrir að vera með skotvopn í fórum sínum og eiturlyf. Heimildarmaður breska tímaritsins People segir innanríkisráðuneytið taka hart á Snoop, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant