Sænskri vefsíðu lokað með lögregluaðgerð

Sænska lögreglan gerði húsrannsóknir á þremur stöðum á landinu samtímis í tengslum við vefsíðuna The Pirate Bay sem lokað var með lögregluaðgerðinni í dag. Þrír aðilar voru færðir til yfirheyrslu en enginn hefur verið handtekinn. Vefsíðan hefur verið starfrækt síðan 2004 og þar voru tenglar á aðrar vefsíður þar sem hægt var að hala niður án endurgjalds nýjustu kvikmyndirnar, tónlist og leiki.

Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá þessu. Lögreglan lagði hald á mikið af tölvubúnaði, meðal annars tíu netþjóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert