Banaslys á Elliðavatnsvegi

Lögreglan við rannsókn málsins í gærkvöldi.
Lögreglan við rannsókn málsins í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Banaslys varð á Elliðavatnsvegi, skammt frá mótum Kaldárselsvegar, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var fólksbifreið ekið Elliðavatnsveg í átt að Hafnarfirði, svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar.

Tveir karlmenn voru í bifreiðinni og var annar þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss en óvíst var með líðan hans þegar Morgunblaðið fór í prentun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert