Maður beit pandabjörn

Zhang á sjúkrahúsi með bundið um báða fótleggi eftir bjarnarbit.
Zhang á sjúkrahúsi með bundið um báða fótleggi eftir bjarnarbit. AP

Drukkinn Kínverji beit pandabjörn í dýragarðinum í Peking eftir að björninn réðst á hann. Maðurinn hafði þá áður reynt að faðma dýrið. Kínverjinn drukkni, Zhang Xinyan, hafði fengið sér nokkra bjóra og þvínæst ákveðið að heimsækja pandabjörninn Gu Gu sem var einn á afgirtu svæði í dýragarðinum. Gu Gu var ekki ánægður með heimsóknina og beit Zhang í báða fætur en Zhang svaraði fyrir sig með því að bíta björninn í bakið.

Zhang sagði síðar í viðtali við dagblaðið Beijing Morning Post að hann hefði ferðast til höfuðborgar Kína í þeim tilgangi einum að sjá pandabirni. Hann hafi þurft að ferðast í lest í sjö tíma og drukkið fjórar flöskur af bjór á leiðarenda.

Zhang var fluttur á spítala með djúp bitför eftir pandabjörninn. Hann segist hafa bitið björninn en feldurinn hafi verið of þykkur. ,,Enginn hefur sagt mér að pandabirnir bíti," sagði Zhang í viðtali við dagblaðið. Talsmaður dýragarðsins segist ekki ætla að kæra manninn og að pandabjörninn sé ómeiddur. Björninn sé þó í miklu uppnámi. BBC segir frá þessu.

Gu Gu að snæðingi í dýragarðinum í Peking.
Gu Gu að snæðingi í dýragarðinum í Peking. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes