Time velur YouTube uppfinningu ársins

Vefsetrið YouTube, þar sem notendur geta deilt myndskeiðum með öðrum, hefur verið valið uppfinning ársins af tímaritinu Time, og sló þar með við uppgötvun á bóluefni gegn kynsjúkdómi er veldur krabbameini, og skyrtu sem líkir eftir faðmlagi.

Segir Time að umfang og skyndilegar vinsældir YouTube hafi valdið gerbreytingu á dreifingu upplýsinga á netinu. Samkvæmt mælingum Nielsen NetRatings voru gestir á YouTube í september 27,6 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka