Tilraunaflugi lokið á Airbus A380

Airbus flugvélaframleiðandinn tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði lokið tilraunaflugi A380 þotunnar víða um heim og ætti von á því að hún fengi flughæfnisvottorð um miðjan desember. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims. Airbus fyrirtækið sendi eina slíka vél til Íslands á dögunum til að reyna lendingu í miklum vindi. Lendingin þótti takast afbragðsvel.

Vélin sem notuð hefur verið til tilraunaflugs er nú með 152 flugstundir að baki og hefur tækjabúnaður hennar verið metinn að fullu. Sú vél er nú í Frakklandi. Miklar tafir hafa verið á framleiðslu A380 vélanna með tilheyrandi tapi fyrirtækisins. 149 vélar hafa verið pantaðar af 15 flugfélögum. Selja þarf 420 vélar til að mæta tapi af framleiðslu vélarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert