Annan: Ástandið í Írak verra en borgarastyrjöld

Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ. Reuters

Ástandið í Írak er mun verra en borgarastríð, segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Annan í viðtali við BBC sem birt er í dag. Þá segir hann að líf almennra borgara í Írak sé nú mun verra en það var meðan Saddam Hussein var við völd.

Í viðtalinu lýsir Annan vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir stríðið í Írak, og hvetur staðbundin og alþjóðleg öfl til að aðstoða við að koma á friði þar. Þá hvetur hann eftirmann sinn, Ban Ki-moon, til að beita sínum eigin aðferðum við að leysa deilumál.

Aðspurður um hvort hann skilgreindi ástandið í Írak sem borgarastyrjöld benti Annan á að erjur í Líbanon fyrir fáeinum árum hefðu verið kallaðar borgarastríð. Sagði Annan ástandið í Írak mun verra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert