Rjómablíða á Austurlandi

mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Það hefur verið sumarveður á austanverðu landinu í dag og hitinn nálgaðist 20 stigin á nokkrum stöðum og fór raunar í 21,2 stig á Neskaupstað, sem mun vera met í apríl. Ungir sem aldnir tóku forskot á sumrið og nutu dagsins, enda margir í fríi. Í görðum spruttu upp heimagerðar sundlaugar þar sem yngsta kynslóðin buslaði af mikilli kátinu, hinir eldri brugðu sér í göngutúr eða dustuðu rykið af hjólum og hljólaskautum. Þessir grunnskólanemar í Neskaupstað sleiktu sólina og nutu glæsilegs útsýnis yfir fjörðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert