Þýsk lögregla gerir húsleit hjá stjórnleysingjum

Lögregla í Berlín og Hamborg og fleiri borgum í Þýskalandi hefur í dag gert húsleit á skrifstofum og á heimilum fólks, sem grunað er um að tengjast aðgerðahópum stjórnleysingja og sé að skipuleggja aðgerðir í tengslum við leiðtogafund G-8 ríkjanna svonefndu, sem verður í Þýskalandi í júní.

Að sögn þýskra stjórnvalda eru 18 einstaklingar, sem tengjast þessum hópum, grunaðir um að tilheyra hryðjuverkasamtökum, sem hafi það að markmiði að trufla eða koma í veg fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert