Nýbúar bragða á íslenskum jólum

mbl.is/vf.is

Fjölmennt var á kynningu á íslenskum jólasiðum í bókasafni Reykjanesbæjar í morgun. Kynningin var haldin af Reykjanesbæ fyrir nýbúa í bæjarfélaginu og voru pólskar fjölskyldur fjölmennar á kynningunni í morgun. Kynningin fór fram á íslensku og var jafn óðum þýdd yfir á pólsku. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Eftir að fræðslu um íslenska jólasiði lauk var gestum boðið upp á að „smakka á jólunum“ en boðið var upp á heitt súkkulaði, piparkökur og að sjálfsögðu laufabrauð.

Hjá Reykjanesbæ er vaxandi þjónusta við nýbúa og í þeirra hópi eru Pólverjar fjölmennastir eða um 800 manns sem búa í bæjarfélaginu. Margir þeirra eru hingað komnir til að setjast að með sínar fjölskyldur, en það var einmitt fjölskyldufólk sem var fjölmennt á þessari fjölmenningarhátíð á bókasafninu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert