Fangelsuð í Bandaríkjunum

Frá John F. Kennedy flugvellinum í New York
Frá John F. Kennedy flugvellinum í New York AP

Íslensk kona Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl lenti í miklum hremmingum er hún fór nýlega í stutta ferð til Bandaríkjanna. Vandræði hennar má rekja til þess að árið 1995 dvaldi hún 3 vikum lengur í Bandaríkjunum en ferðamannaáritun hennar leyfði. 

Leiddi þetta til þess að Erla var handtekin við komuna til Bandaríkjanna, hlekkjuð og færð í fangelsi þar sem hún dvaldi yfir nótt og var látin gangast undir læknisskoðun. Þá fékk hún ekki að hringja til Íslands þar sem það var ekki hægt úr landi úr síma fangelsisins og henni var neitað um leyfi til að nota farsíma sinn. Hún var síðan send til Íslands. 

Erla, sem greinir frá reynslu sinni á bloggsíðu sinni, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að hún eigi von á að eiga fund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins um málið í dag eða á morgun og vilji ekki tjá sig nánar um það fyrr en að þeim fundi loknum. Henni finnist þó mikilvægt að vekja athygli þeirra Íslendinga, sem séu í sömu sporum og hún, á að þeir geti átt von á slíkum móttökum í Bandaríkjunum. Sjálf hafi hún verið algerlega óviðbúin enda hafi hún áður farið til Bandaríkjanna frá árinu 1995. 

Bloggfærsla Erlu

   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert